Rauð viðvörun vegna veðurs

Norðanstormur gengur yfir landið í dag og rauðar veðurviðvaranir taka gildi þegar líður á morguninn á Norður- og Austurlandi. Þar er spáð mjög mikilli úrkomu, slyddu eða snjókomu. Því gæti hlaðist á raflínur og orðið rafmagnslaust. Fólk er beðið um að halda sig heima í dag.

avatar Fréttastofa RÚV